VERKFERLAR
Fækkum skrefum, aukum skilvirkni
GÆÐI GAGNA
Góð gögn eru gulli betri, við stöðlum gögnin þín
UPPLÝSINGAR
Breytum gögnum í aðgengilegar upplýsingar
SJÁLFVIRKNI
Láttu kerfið vinna fyrir þig
Um okkur
Hvað gerum við…
Okkar markmið er að hanna og þróa hugbúnaðarlausnir sem byggja á FileMaker gagnagrunninum ásamt því að tengja hann við umheiminn með þeim aðferðum sem í boði eru.
Við höfum áralanga reynslu af hugbúnaðargerð, stjórnun verkefna og hönnun verkferla.
Okkar lausnir eru sérsniðnar að þínum þörfum og gefa þér samkeppnisforskot framyfir aðra.
Í HVERJU ERUM VIÐ BEST?
Hógværð hefur nú aldrei drepið neinn en við tökum enga sénsa…
SNJALLTÆKI
Einfalt er að varpa Filemaker lausnum í snjalltæki, iPad, iPhone, Andriod eða vef.
Allt kemur þetta innbyggt í Filemaker og minnkar þar með kostnað viðskiptavina okkar við innleiðingu snjalllausna
ÞJÓNUSTA
Við þjónustum okkar viðskiptavini því ánægður viðskiptavinur er okkar besta auglýsing. Aukið samkeppnisforskot hans með okkar lausnum eykur líka hans viðskipti við okkur í framtíðinni
MIÐLUN
Landslag væri einskis virði ef það héti ekki neitt og gögn eru lítils virði ef þau segja þér ekki neitt.
Við miðlum upplýsingum úr þínum gögnum
HÖNNUN
Hönnun er oft yfir helmingur af kostnaði við gagnagrunna. Í Filemaker þá er hönnunin innbyggð í WYSIWYG umhverfi. Hraðari hönnun, hraðari þróun, minni kostnaður.
AF HVERJU VIÐ?
Filemaker er alhliða tól í einum pakka
EINN PAKKI
Filemaker sameinar marga hatta undir einum hatti.
Sami aðilinn er þá gagnagrunnsforritari, framendaforritari, vefforritari og snjalltækjaforritari.
Þannig verður þróunin hraðari, ódýrari og snjallari.
Við erum með DPRG á hreinu og ef þú veist ekki hvað DPRG er þá hættum við ekki fyrr en það er komið á hreint
ALHLIÐA REYNSLA
Ekki bara reynsla í forritun og úrrlausn hugbúnaðarmála heldur líka áratugareynsla að vera hinu megin við borðið og vita hvað á að varast við hugbúnaðarþróun.
Mikil reynsla við þarfagreiningu og skilningur á því að oftast þarf að breyta verkferlum og verklagi til að ná hámarks afrakstri úr kerfunum.
Vel skilgreind afurð og hvaða vandamál lausnin leysir er grunnþáttur verkefnis.

MEÐMÆLI
Góð meðmæli eru nafnspjöld okkar
Frábær þjónusta og engin vandamál. Hagstæð verð og allt stenst frá þessu fyrirtæki. Það er mikill munur að geta haft allt kerfið okkar samhæft í einu umhverfi.

Björn Styrmir
Dýraspítalinn í Garðabæ
Lausnirnar sem við fengum voru hagstæðar og leystu ótrúlega flókna ferla á einfaldan hátt. Þróunarhraðinn skiptir öllu í okkar umhverfi og þar er ICT ICELAND á heimavelli.

Jóhannes Þormóðsson
MariConnect
Við höfum unnið náið með fyrirtækinu að í að umbylta okkar verkferlum og allt hefur gengið vonum framar. Lausnir eru líka iPad vænar sem mikill kostur.
Þjónustan fær 10 og verðlagningin líka.

Heimir Bjarnason
Greiningar-og ráðgjafastöð ríkisins
Það var alger bylting fyrir starfsumhverfi okkar að fá eftirlitskerfið frá ICT ICELAND. Mikill tímasparnaður, betra utanumhald og skýrslugerð mjög einfölduð. Notum mikið iPad við eftirlit og tökum myndir beint inn í grunnninn og sendum
skýrslurnar rafrænt beint úr grunninum.

Þorsteinn Narfason
Heilbrigðiseftirlit Kjósársvæðis
Loksins er félagatalið í lagi!
Einföld lausn fyrir félagsmenn til að ganga í félagið og fá upplýsingar um viðburði.
Á tveimur árum hefur fjöldi félaga rúmlega tvöfaldast og mikill sveigjanleiki að fá sérsniðið félagatal sem hentar okkar starfsemi.

Jón Þór Víglundsson
SKOTVÍS
Frábær þjónusta og einfalt kerfi sem býður upp á mikinn sveigjanleika í sérsniði.
Við tökum við umsóknum um leikhúsmiða og skráningar á viðburði í gegn um kerfið á einfaldan hátt. Fjöldi félaga hefur margfaldast og nú eru allar upplýsingar á einum stað og rekjanlegar.
Mæli 100% með ICT ICELAND

Elín Sigríður Ármannsdóttir
MÁLEFLI
TJALD-appið er einföld lausn til að fylgjast með gistinóttum, gestakomum og tegundum gistinga. Líka hægt að setja inn aukaþjónustur eins og rafmagn og fleira.
Heldur utan um alla skýrslugerð einfaldar samanburð á milli ára. Góð þjónusta og mjög sanngjarnt verð.
Og ekki var það verra að skatturinn var sérstaklega hrifin af þessu utanumhaldi 🙂

Angela Agnars
Tjaldstæðið Raufarhöfn
Tenging mismunandi kerfa/lausna í sama umhverfi hefur aukið sjálfvirkni og einfaldað utanumhald. Persónuvernd er lykilatriði hjá okkur og því eru kerfin hönnuð með innbyggðum rekjanleika og breytingasögu. Þjónustan er frábær og við fáum
lausn á okkar vandamálum á áður óþekktum hraða.
12 af 10 stigum mögulegum.

Guðný Stefánsdóttir
Sviðsstjóri SIS greininga
FYRIRTÆKIÐ
Við nýtum okkur samstarfsaðila beggja vegna Atlantshafsins til að ná okkur í bestu sérþekkingu sem völ er á hverju sinni. Þannig nýtum við bestu þekkingu hverju sinni á sem hagkvæmastan hátt.

ÁKI ÁRMANN JÓNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI
ICT ICELAND var stofnað 2017 af Áka Ármann Jónssyni sem er líffræðingur að mennt.
Hann flutti til Akureyrar 1995 og setti á fót Veiðikortakerfið fyrir Veiðistjóraembættið í Filemaker og fyrstu rafrænu skil opinberra stofnana árið 2000.
Hann var Veiðistjóri 1998-2003 og sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 2003-2017 yfir sviði veiðistjórnunar, sviði fræðslu-og upplýsinga
og sviði þjónustu og rekstrar.
Hann hefur mikla reynslu af stjórnun verkefna á sviði upplýsingatækni, hönnun verkferla og þarfagreiningar.
HELSTU VERKEFNI
1995 VEIÐIKORTAKERFIÐ
2000 RAFRÆN SKIL
2003 RAFRÆN SAMÞYKKI
2008 RAFRÆNT PRÓFAKERFI
2011 OPIN GAGNASKIL
2012 SHAREPOINT GÆÐAKERFI
2013 ÁRSÁÆTLUNARKERFI
2014 FRIÐLÝST SVÆÐI
2015 GEGN MATARSÓUN
2016 RAFRÆN VEIÐIKORT
2017 FÉLAGAKERFI GDPR
2018 MariConnect VEIÐIKERFI
2019 GRR UPPLÝSINGAKERFI